Stöð 2 Sport
Íslensku boltaíþróttirnar eiga sviðið á Stöð 2 Sport og við hefjum leik í Safamýrinni klukkan 15:45 þar sem Fram tekur á móti Val í toppslag Olís-deildar kvenna. Fram verður deildarmeistari með sigri, en Valskonur geta stolið toppsætinu og komið sér í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. Að leik loknum er Seinni bylgjan á dagsrkrá þar sem farið verður yfir allt það helsta.
Úrslitakeppnin í Subway-deild karla í körfubolta heldur áfram og klukkan 19:45 hefst upphitun fyrir leik KR og Njarðvíkur. Leikurinn sjálfur er svo á dagskrá klukkan 20:10 og að leik loknum hefst Subway Körfuboltakvöld þar sem sérfræðingarnir kryfja leiki kvöldsins til mergjar.
Stöð 2 Sport 2
Fótboltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 11:40 hefst viðureign Sheffield United og Bournemouth í ensku 1.deildinni.
Við færum okkur svo yfir til Ítalíu þar sem Ítalíumeistarar Inter taka á móti Hellas Verona klukkan 15:50 og klukkan 18:35 sækir Juventus Cagliari heim.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn er einnig á Stöð 2 Sport 3, en klukkan 12:50 eigast Empoli og Spezia við.
Þá eru einnig tveir Íslendingar í eldlínunni í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag. Klukkan 15:50 fara Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza í heimsókn til Real Betis og klukkan 18:35 heimsækja Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia Bilbao Basket.
Stöð 2 Sport 4
NBA-deildin í körfubolta er á sínum stað á Stöð 2 Sport 4 og klukkan 17:00 hefst viðureign Philadelphia 76ers og Indiana Pacers.
Stöð 2 Golf
Masters-mótið í golfi heldur áfram á Augusta National-vellinum, en bein útsending frá þriðja degi hefst á slaginu 19:00.
Stöð 2 eSport
Bein útsending frá SLT Arena Games Triathlon hefst klukkan 14:30 og fyrstu viðureignir Áskorendamótsins í CS:GO hefjast klukkan 18:00.