Samtaka samfélag Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 08:00 Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun