Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 12:14 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi nú undir hádegi, vegna útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan krefst þess að skipuð verði sérstök sjálfstæð rannsóknarnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir en Bjarni telur rétt að byrja á því að ríkisendurskoðandi fari yfir málið. vísir/vilhelm Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði í gær það til í umræðu um sölu ríkisins á útboði á hlutum í Íslandsbanka að skipuð verði sérstök sjálfstæð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. Ýmsir þingmenn úr stjórnarliðinu tók undir nauðsyn þess og í dag hélt þessi umræða áfram og gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar fast eftir því staðið yrði við það. Og stjórnarliðar manaðir til að styðja slíka tillögu. Stjórnarliðar rukkaðir um loforð frá í gær Umræðan hélt áfram í dag og nú rukkuðu stjórnarþingmenn stjórnarliða ákaft um efndir. En það var líkt og þeir treystu því varlega sem til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði þá: Að hann hefði ekkert á móti að skipuð yrði nefnd því það væri ekkert að fela – það væri ekkert að óttast. Hann myndi styðja það ef rannsókn ríkisendurskoðanda teldist ekki duga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði þá sagt að sér þætti eðlilegt að ríkisendurskoðandi færi yfir málið og að sér þætti það eðlilegt. Þórhildur Sunna setti fram tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir allt söluferlið í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún, og aðrir stjórnarandstæðingar, fylgdu málinu eftir af miklum krafti á þinginu nú undir hádegi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nú fyrir hádegi fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hver á fætur öðrum í pontu og ítrekuðu kröfu sína um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis. Eins og þeir hefðu enga trú á að þingmenn úr stjórnarliðinu meintu það sem þeir sögðu í gær, eða sæju eftir því. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar gaf ekki mikið fyrir orð Bjarna um að ríkisendurskoðandi færi yfir málið. Því um væri að ræða einhverja glæsilegustu smjörklípu sem hún hafi séð í seinni tíð. „Því það er ekki starfandi ríkisendurskoðandi sem þingið hefur kosið. Og hefur ekkert með traust okkar á embættinu að gera. búið að tuska stjórnarliðana til því fjármálaráðherra getur ekki hugsað sér að farið verði í saumana á sölunni því hún stenst enga skoðun.“ Ríkisendurskoðandi selfluttur í ráðuneyti Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er meðal þeirra sem hefur farið mikinn í að gagnrýna söluna og hefur látið málið til sín taka sagði að fjármálaráðherra væri vörslumaður ríkiseigna. „Og það er hann sem hefur klúðrað söluferlinu á ríkisbanka. Og það er ekki hans að ákveða á hvaða vettvangi söluferlið verði rannsakað. Línan frá honum er sú að það sé Ríkisendurskoðun sem eigi að sjá um það. En hver er staðan þar? Það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem hefur verið kosinn af Alþingi vegna þess að hann var selfluttur hann til ráðuneytis,“ sagði Jóhann Páll og rifjaði upp að hann hefur gagnrýnt það og varað við. Að ríkisendurskoðandi sé óhjákvæmilega of háður framkvæmdavaldinu. Jóhann Páll var meðal fjölmargra sem tók til máls um sölu á Íslandsbanka á þinginu í dag. Hann sagði að himinn og haf væri milli rannsóknarheimilda sérstakrar rannsóknarnefndar og svo ríkisendurskoðanda. Hann sagði að það væri svo nú að enginn ríkisendurskoðandi sé að störfum sem Alþingi hefur kosið.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að heimildir rannsóknarnefndar væru allt aðrar og meiri en þær sem ríkisendurskoðun býr yfir. Hún hafi ekki lagaheimildir sem þurfi, miklu nær sé að byrja á því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst ekki um að við treystum ekki ríkisendurskoðanda, við treystum ekki fjármálaráðherra,“ sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata. Stjórnarliðar vilja byrja hjá ríkisendurskoðanda Stjórnarliðar tóku þátt í umræðunni, Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum sagði rétt að fyrst færi ríkisendurskoðun yfir málið og ef það teldist ekki duga, þá væri hægt að skipa rannsóknarnefnd. Samstofna var ræða Jóhanns Friðriks Friðrikssonar þingmanns Framsóknarflokksins, en hann var einn þeirra sem tók undir hugmynd Þórhildar Sunnu í gær. Óli Björn Kárason sagði að það væri eðlilegt að málið færi fyrst til skoðunar hjá ríkisendurskoðanda. Ef það ekki dyggði þá sé hægt að skipa rannsóknarnefnd.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Óli Björn tók einnig til máls og sagði að sér þætti það miður sem gefið væri í skyn af einstökum háttvirtum þingmönnum að fjármálaráðherra geti með einhverjum hætti haft áhrif á störf ríkisendurskoðanda. „Hann er, verður sjálfstæður í öllum sínum vinnubrögðum og við verðum að tryggja að svo sé, hann starfar á okkar ábyrgð. ef það er niðurstaða þingsins að úttekt ríkisendurskoðanda, sem ætti ekki að taka langan tíma, dugi ekki til, þá mun ég styðja það að hér verði komðik á fót sjálfstæðri rannsóknarnefnd. en ég bið þingmenn um að byrja á réttum enda. Og stöndum með sjálfstæðri stofnun sem starfar í okkar umboði.“ Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, tók í lok umræðunnar sem var að ljúka nú rétt í þessu, til máls og benti á að búið væri að auglýsa eftir ríkisendurskoðanda og tímaramminn í þeim efnum sé í maí á þessu ári. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. 1. febrúar 2022 14:32 Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. 7. apríl 2022 14:11 Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. 8. apríl 2022 11:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði í gær það til í umræðu um sölu ríkisins á útboði á hlutum í Íslandsbanka að skipuð verði sérstök sjálfstæð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. Ýmsir þingmenn úr stjórnarliðinu tók undir nauðsyn þess og í dag hélt þessi umræða áfram og gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar fast eftir því staðið yrði við það. Og stjórnarliðar manaðir til að styðja slíka tillögu. Stjórnarliðar rukkaðir um loforð frá í gær Umræðan hélt áfram í dag og nú rukkuðu stjórnarþingmenn stjórnarliða ákaft um efndir. En það var líkt og þeir treystu því varlega sem til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði þá: Að hann hefði ekkert á móti að skipuð yrði nefnd því það væri ekkert að fela – það væri ekkert að óttast. Hann myndi styðja það ef rannsókn ríkisendurskoðanda teldist ekki duga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði þá sagt að sér þætti eðlilegt að ríkisendurskoðandi færi yfir málið og að sér þætti það eðlilegt. Þórhildur Sunna setti fram tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir allt söluferlið í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún, og aðrir stjórnarandstæðingar, fylgdu málinu eftir af miklum krafti á þinginu nú undir hádegi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nú fyrir hádegi fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hver á fætur öðrum í pontu og ítrekuðu kröfu sína um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis. Eins og þeir hefðu enga trú á að þingmenn úr stjórnarliðinu meintu það sem þeir sögðu í gær, eða sæju eftir því. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar gaf ekki mikið fyrir orð Bjarna um að ríkisendurskoðandi færi yfir málið. Því um væri að ræða einhverja glæsilegustu smjörklípu sem hún hafi séð í seinni tíð. „Því það er ekki starfandi ríkisendurskoðandi sem þingið hefur kosið. Og hefur ekkert með traust okkar á embættinu að gera. búið að tuska stjórnarliðana til því fjármálaráðherra getur ekki hugsað sér að farið verði í saumana á sölunni því hún stenst enga skoðun.“ Ríkisendurskoðandi selfluttur í ráðuneyti Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er meðal þeirra sem hefur farið mikinn í að gagnrýna söluna og hefur látið málið til sín taka sagði að fjármálaráðherra væri vörslumaður ríkiseigna. „Og það er hann sem hefur klúðrað söluferlinu á ríkisbanka. Og það er ekki hans að ákveða á hvaða vettvangi söluferlið verði rannsakað. Línan frá honum er sú að það sé Ríkisendurskoðun sem eigi að sjá um það. En hver er staðan þar? Það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem hefur verið kosinn af Alþingi vegna þess að hann var selfluttur hann til ráðuneytis,“ sagði Jóhann Páll og rifjaði upp að hann hefur gagnrýnt það og varað við. Að ríkisendurskoðandi sé óhjákvæmilega of háður framkvæmdavaldinu. Jóhann Páll var meðal fjölmargra sem tók til máls um sölu á Íslandsbanka á þinginu í dag. Hann sagði að himinn og haf væri milli rannsóknarheimilda sérstakrar rannsóknarnefndar og svo ríkisendurskoðanda. Hann sagði að það væri svo nú að enginn ríkisendurskoðandi sé að störfum sem Alþingi hefur kosið.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að heimildir rannsóknarnefndar væru allt aðrar og meiri en þær sem ríkisendurskoðun býr yfir. Hún hafi ekki lagaheimildir sem þurfi, miklu nær sé að byrja á því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst ekki um að við treystum ekki ríkisendurskoðanda, við treystum ekki fjármálaráðherra,“ sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata. Stjórnarliðar vilja byrja hjá ríkisendurskoðanda Stjórnarliðar tóku þátt í umræðunni, Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum sagði rétt að fyrst færi ríkisendurskoðun yfir málið og ef það teldist ekki duga, þá væri hægt að skipa rannsóknarnefnd. Samstofna var ræða Jóhanns Friðriks Friðrikssonar þingmanns Framsóknarflokksins, en hann var einn þeirra sem tók undir hugmynd Þórhildar Sunnu í gær. Óli Björn Kárason sagði að það væri eðlilegt að málið færi fyrst til skoðunar hjá ríkisendurskoðanda. Ef það ekki dyggði þá sé hægt að skipa rannsóknarnefnd.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Óli Björn tók einnig til máls og sagði að sér þætti það miður sem gefið væri í skyn af einstökum háttvirtum þingmönnum að fjármálaráðherra geti með einhverjum hætti haft áhrif á störf ríkisendurskoðanda. „Hann er, verður sjálfstæður í öllum sínum vinnubrögðum og við verðum að tryggja að svo sé, hann starfar á okkar ábyrgð. ef það er niðurstaða þingsins að úttekt ríkisendurskoðanda, sem ætti ekki að taka langan tíma, dugi ekki til, þá mun ég styðja það að hér verði komðik á fót sjálfstæðri rannsóknarnefnd. en ég bið þingmenn um að byrja á réttum enda. Og stöndum með sjálfstæðri stofnun sem starfar í okkar umboði.“ Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, tók í lok umræðunnar sem var að ljúka nú rétt í þessu, til máls og benti á að búið væri að auglýsa eftir ríkisendurskoðanda og tímaramminn í þeim efnum sé í maí á þessu ári.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. 1. febrúar 2022 14:32 Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. 7. apríl 2022 14:11 Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. 8. apríl 2022 11:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. 1. febrúar 2022 14:32
Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. 7. apríl 2022 14:11
Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. 8. apríl 2022 11:55