Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 14:43 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. apríl. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu. Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár. Bílastæði Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár.
Bílastæði Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira