Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 08:53 Bjarni upplýsti nú í morgun að hann hafi fyrst séð lista yfir þá sem keyptu í lokuðu útboði á stórum hluta Íslandsbanka. Salan er umdeild og það vakti athygli að meðal kaupenda er faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson en valið var sérstaklega í hóp þeirra sem fengu að kaupa. Bjarni segir það ekki hafa verið á sinni hendi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22