Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 22:13 Hótel Volcono í Grindavík þarf að loka vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“ Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“
Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira