Halldór Jóhann Sigfússon: Þetta var bara alvöru hiti Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 22:08 „Það er mjög gott að hafa unnið leikinn, við spiluðum að mörgu leiti mjög góðan fyrri hálfleik aftur svipaður og í síðasta leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir fimm marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld, lokastaða 25 - 30. „Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“ UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
„Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“
UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira