Á níunda hundrað viðburða í Hörpu í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 20:56 Tæplega níu hundruð viðburðir voru haldnir í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu. Reykjavík Harpa Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu.
Reykjavík Harpa Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira