Sigurður G. hress þrátt fyrir reiðhjólaslys Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2022 15:52 Sigurður G. Guðjónsson, þaulvanur hjólamaður, datt illa á reiðhjóli úti á Tenerife. Eins og sjá má er hann illa rispaður á andliti en hann er hress og segir þetta líta verr út en það er. Ekki er sjón að sjá lögmanninn Sigurð G. Guðjónsson eftir reiðhjólaslys á Tenerife. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er Sigurður G. Guðjónsson illa rispaður í andliti en hann datt á hjóli. Andlit fékk að kenna á steini lagðri götunni. „Já, maður er alltaf í fegrunaraðgerðum,“ sagði Sigurður þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann til Spánar en þar hefur hann dvalið í viku. Hann er væntanlegur á laugardaginn og ætlar þá að taka til óspilltra málanna við lögmannsstörfin. Þetta var stutt frí og hugsað til þess að safna kröftum. En hann kemur ekki heill heim, eða hvað? „Þetta virkar meira en það er,“ segir Sigurður. „Ég er að hjóla hér niðri á Tenerife, skransaði og datt.“ Þetta óhapp kemur á óvart í ljósi þess að Sigurður er þaulvanur hjólreiðamaður. Hann telur enga ástæðu til að gera mikið úr atvikinu þó það muni eflaust skemmta einhverjum sem hafi horn í síðu hans. En eru menn ekkert með hjálma þarna á Tenerife? „Jújú, ég var með hjálm. Annars væri ég miklu rispaðari. Hjálmurinn bjargaði efri hluta andlitsins,“ segir Sigurður hvergi nærri af baki dottinn. Hann stefnir ótrauður á hjólatúr strax á morgun. Íslendingar erlendis Hjólreiðar Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er Sigurður G. Guðjónsson illa rispaður í andliti en hann datt á hjóli. Andlit fékk að kenna á steini lagðri götunni. „Já, maður er alltaf í fegrunaraðgerðum,“ sagði Sigurður þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann til Spánar en þar hefur hann dvalið í viku. Hann er væntanlegur á laugardaginn og ætlar þá að taka til óspilltra málanna við lögmannsstörfin. Þetta var stutt frí og hugsað til þess að safna kröftum. En hann kemur ekki heill heim, eða hvað? „Þetta virkar meira en það er,“ segir Sigurður. „Ég er að hjóla hér niðri á Tenerife, skransaði og datt.“ Þetta óhapp kemur á óvart í ljósi þess að Sigurður er þaulvanur hjólreiðamaður. Hann telur enga ástæðu til að gera mikið úr atvikinu þó það muni eflaust skemmta einhverjum sem hafi horn í síðu hans. En eru menn ekkert með hjálma þarna á Tenerife? „Jújú, ég var með hjálm. Annars væri ég miklu rispaðari. Hjálmurinn bjargaði efri hluta andlitsins,“ segir Sigurður hvergi nærri af baki dottinn. Hann stefnir ótrauður á hjólatúr strax á morgun.
Íslendingar erlendis Hjólreiðar Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira