Viðreisn hefur ekki áhyggjur Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 12:04 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa.
Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira