Hvar eru konurnar í nýsköpun? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. apríl 2022 08:00 Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum. Árið 2020 voru 100 milljarð dollarar í sjóðum í Bandaríkjunum og Evrópu til fjármögnunar sprotafyrirtækja. Minna en 2% af öllu fjármagni vísissjóða fer þó til fyrirtækja sem stofnuð voru af konum. Færri konur hljóta fjármögnun en karlar og þær sem hljóta náð fá lægri upphæðir til sinna fyrirtækja en karlar og yfirleitt langtum lægri upphæðir en fyrirtæki þeirra óskuðu eftir. Konur og karlar mæta ólíkum áskorunum Nýleg skýrsla Northstack sem tók út vísifjárfestingar á Íslandi árið 2021 fjallaði um 25 fyrirtæki. Af þessum 25 fyrirtækjum voru 22 þeirra eingöngu skipuð karlmönnum. Ekkert fyrirtæki var eingöngu skipað konum en í þremur fyrirtækjum störfuðu konur og karlar. Segir þetta okkur þá að konur þurfa bara að vera duglegri að stofna fyrirtæki? Eða þurfa konur kannski bara að vera duglegri að sækja fjármagn? Nei, hin pólitíska spurning er auðvitað hvers vegna aðgangur kynjanna í nýsköpun er svo ójafn um fjármögnun? Erum við sem samfélag á tánum gagnvart ómeðvituðum hugsanaskekkjum sem leiða til þessarar niðurstöðu? Viðhorfsmælingar benda til að hugmyndir séu ríkjandi um að konur kynni ekki nægilega „stórar“ hugmyndir, að þær skorti reynslu og þurfi sérstaka aðstoð við að leita fjármagns. Vandinn við fjármögnun virðist þó í reynd vera kynbundinn munur um þær spurningar sem konur og karlar í nýsköpun fá þegar þau sækjast eftir fjármagni. Fjárfestar spyrja karla í nærri 70% tilfella um tækifæri en konur í nærri 70% tilfella hins vegar um hættur og áskoranir. Í stuttu máli mætti segja að karlar fái jákvæðar spurningar en konur neikvæðar. Á konunum er þyngri sönnunarbyrði um ágæti hugmynda þeirra. Einn sjóðurinn Crowberry Capital hefur skráð kynjahlutföll þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir fjárfestingu hjá þeim. Tölurnar bera með sér að tæplega 25% fyrirtækja voru eingöngu skipuð konum en tæp 60% karlmönnum eingöngu. Lífeyrissjóðir hafa úr milljörðum að spila sem fara til vísisjóðanna. Þrátt fyrir að fjárfestingarsjóðir fyrir sprotafyrirtæki hafi verið til í um 70 ár eru vísissjóðir á Íslandi rétt rúmlega 10 ára. Frumkvöðlaumhverfið er þess vegna enn ungt. Í því felst frábært tækifæri til að móta umhverfið. Fara nýsköpun og jafnrétti saman? Ísland er framarlega í jafnréttismálum á heimsvísu. Því fylgir sú ábyrgð að halda áfram að sækja fram. Og á sviði nýsköpunar hallar á konur. Nýsköpun sem einblínir á karlmenn en horfir fram hjá tækifærum í hugmyndum kvenna missir óhjákvæmilega af góðum hugmyndum og tækifærum. Það er dýrkeypt. Kría ætti að vera í lykilhlutverki að þessu leyti. Kría er, sprota- og nýsköpunarsjóður í eigu ríkisins og heyrir undir nýsköpunarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að fjárfesta í svokölluðum vísisjóðum sem síðan fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Fjárfestingar sem byggja á málefnalegum sjónarmiðum geta auðvitað ekki alveg lokað augunum fyrir kynjajafnrétti og þess vegna er eðlilegt að litið verði til þessara sjónarmiða við úthlutun fjármagns. Markmið Kríu er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Kría er því mikilvægt verkfæri stjórnvalda á sviði nýsköpunar og bæði eðlileg krafa og nauðsynleg að slíkur sjóður sé markviss um að horfa til hugmynda kvenna ekki síður en karla. Stjórnvöld geta haft áhrif En geta stjórnvöld sjálf haft áhrif á þróun að þessu leyti? Já, hér er starfandi ráðuneyti nýsköpunar sem og ráðuneyti jafnréttismála. Metnaðarfull sýn í nýsköpunarmálum hlýtur að felast í því að styðja líka við hugmyndir kvenna í nýsköpun. Það geta stjórnvöld gert t.d. með því að setja fram markmið um kynjajafnrétti eða jafnvel kröfur um að sjóðir fjárfesti tilteknu hlutfalli í fyrirtækjum kvenna. Að fylgst verði með fjárfestingum út frá kynjasjónarmiðum. Ég hef lagt fram fyrirspurn á þingi til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur nýsköpunarráðherra um hvort hún muni beita sér fyrir því að gætt verði jafnréttissjónarmiða við úthlutun fjárveitinga af hálfu hins opinbera og hvort til greina komi að settar verði reglur með það að leiðarljósi að bæta stöðu kvenna í nýsköpunargeiranum. Framtíðarsýn stjórnvalda er íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Telur ráðherra ástæðu til að flétta jafnréttisstefnu inn í þá framtíðarsýn? Kemur til greina að við úthlutun fjárveitinga af hálfu t.d. Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs í eigu ríkisins, og Rannís verði litið til jafnréttissjónarmiða eða gerðar kröfur þar um? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Nýsköpun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum. Árið 2020 voru 100 milljarð dollarar í sjóðum í Bandaríkjunum og Evrópu til fjármögnunar sprotafyrirtækja. Minna en 2% af öllu fjármagni vísissjóða fer þó til fyrirtækja sem stofnuð voru af konum. Færri konur hljóta fjármögnun en karlar og þær sem hljóta náð fá lægri upphæðir til sinna fyrirtækja en karlar og yfirleitt langtum lægri upphæðir en fyrirtæki þeirra óskuðu eftir. Konur og karlar mæta ólíkum áskorunum Nýleg skýrsla Northstack sem tók út vísifjárfestingar á Íslandi árið 2021 fjallaði um 25 fyrirtæki. Af þessum 25 fyrirtækjum voru 22 þeirra eingöngu skipuð karlmönnum. Ekkert fyrirtæki var eingöngu skipað konum en í þremur fyrirtækjum störfuðu konur og karlar. Segir þetta okkur þá að konur þurfa bara að vera duglegri að stofna fyrirtæki? Eða þurfa konur kannski bara að vera duglegri að sækja fjármagn? Nei, hin pólitíska spurning er auðvitað hvers vegna aðgangur kynjanna í nýsköpun er svo ójafn um fjármögnun? Erum við sem samfélag á tánum gagnvart ómeðvituðum hugsanaskekkjum sem leiða til þessarar niðurstöðu? Viðhorfsmælingar benda til að hugmyndir séu ríkjandi um að konur kynni ekki nægilega „stórar“ hugmyndir, að þær skorti reynslu og þurfi sérstaka aðstoð við að leita fjármagns. Vandinn við fjármögnun virðist þó í reynd vera kynbundinn munur um þær spurningar sem konur og karlar í nýsköpun fá þegar þau sækjast eftir fjármagni. Fjárfestar spyrja karla í nærri 70% tilfella um tækifæri en konur í nærri 70% tilfella hins vegar um hættur og áskoranir. Í stuttu máli mætti segja að karlar fái jákvæðar spurningar en konur neikvæðar. Á konunum er þyngri sönnunarbyrði um ágæti hugmynda þeirra. Einn sjóðurinn Crowberry Capital hefur skráð kynjahlutföll þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir fjárfestingu hjá þeim. Tölurnar bera með sér að tæplega 25% fyrirtækja voru eingöngu skipuð konum en tæp 60% karlmönnum eingöngu. Lífeyrissjóðir hafa úr milljörðum að spila sem fara til vísisjóðanna. Þrátt fyrir að fjárfestingarsjóðir fyrir sprotafyrirtæki hafi verið til í um 70 ár eru vísissjóðir á Íslandi rétt rúmlega 10 ára. Frumkvöðlaumhverfið er þess vegna enn ungt. Í því felst frábært tækifæri til að móta umhverfið. Fara nýsköpun og jafnrétti saman? Ísland er framarlega í jafnréttismálum á heimsvísu. Því fylgir sú ábyrgð að halda áfram að sækja fram. Og á sviði nýsköpunar hallar á konur. Nýsköpun sem einblínir á karlmenn en horfir fram hjá tækifærum í hugmyndum kvenna missir óhjákvæmilega af góðum hugmyndum og tækifærum. Það er dýrkeypt. Kría ætti að vera í lykilhlutverki að þessu leyti. Kría er, sprota- og nýsköpunarsjóður í eigu ríkisins og heyrir undir nýsköpunarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að fjárfesta í svokölluðum vísisjóðum sem síðan fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Fjárfestingar sem byggja á málefnalegum sjónarmiðum geta auðvitað ekki alveg lokað augunum fyrir kynjajafnrétti og þess vegna er eðlilegt að litið verði til þessara sjónarmiða við úthlutun fjármagns. Markmið Kríu er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Kría er því mikilvægt verkfæri stjórnvalda á sviði nýsköpunar og bæði eðlileg krafa og nauðsynleg að slíkur sjóður sé markviss um að horfa til hugmynda kvenna ekki síður en karla. Stjórnvöld geta haft áhrif En geta stjórnvöld sjálf haft áhrif á þróun að þessu leyti? Já, hér er starfandi ráðuneyti nýsköpunar sem og ráðuneyti jafnréttismála. Metnaðarfull sýn í nýsköpunarmálum hlýtur að felast í því að styðja líka við hugmyndir kvenna í nýsköpun. Það geta stjórnvöld gert t.d. með því að setja fram markmið um kynjajafnrétti eða jafnvel kröfur um að sjóðir fjárfesti tilteknu hlutfalli í fyrirtækjum kvenna. Að fylgst verði með fjárfestingum út frá kynjasjónarmiðum. Ég hef lagt fram fyrirspurn á þingi til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur nýsköpunarráðherra um hvort hún muni beita sér fyrir því að gætt verði jafnréttissjónarmiða við úthlutun fjárveitinga af hálfu hins opinbera og hvort til greina komi að settar verði reglur með það að leiðarljósi að bæta stöðu kvenna í nýsköpunargeiranum. Framtíðarsýn stjórnvalda er íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Telur ráðherra ástæðu til að flétta jafnréttisstefnu inn í þá framtíðarsýn? Kemur til greina að við úthlutun fjárveitinga af hálfu t.d. Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs í eigu ríkisins, og Rannís verði litið til jafnréttissjónarmiða eða gerðar kröfur þar um? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun