Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir/Vilhelm/Hari Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. Í ályktun frá félaginu, sem samþykkt var í gær, segir að það fordæmi harkalega þau ummæli sem innviðaráðherra hafi látið falla. Hafi þau falið í sér niðrandi orðaval um húðlit hennar. „Ungir jafnaðarmenn standa með Vigdísi Häsler, trúa hennar frásögn og annarra starfsmanna Bændasamtakanna og krefjast afsagnar innviðaráðherra sem sýndi með orðum sínum rasískt viðhorf sem á ekki að viðgangast í íslensku samfélagi. Ungir jafnaðarmenn fordæma jafnframt framkomu aðstoðarmanns ráðherra [Ingveldar Sæmundsdóttur] í málinu sem neitaði því að ummælin hefðu fallið, veitti fjölmiðlum misvísandi upplýsingar og gerði þar með lítið úr ummælunum og upplifun Vigdísar sem ummælin beindust að,“ segir í ályktuninni. Yfirgaf fljótlega samkomuna Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á orðunum í færslu á Facebook í gær. Sagðist hann hafa látið óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Var þá hugmyndin að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Í tengslum við myndatökuna kom þá upp sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: „Á að lyfta þeirri svörtu?“ Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi. Setja í samhengi við kosningabaráttuna í borginni 2014 Í ályktun Ungra jafnaðarmanna segir ennfremur að óumflýjanlegt sé að setja ummæli ráðherrans í samhengi við rasíska kosningabaráttu Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum árið 2014 og tilraunir ríkisstjórnarinnar til að herða enn á útlendingalöggjöf í landinu. „Þá furða Ungir jafnaðarmenn sig á framgöngu forsætisráðherra, sem fer með jafnréttis- og mannréttindamál í ríkisstjórn, en í dag vék hún sér undan því að svara spurningum um hvort ummæli innviðaráðherra samræmdust siðareglum ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Það eru vonbrigði að forsætisráðherra Íslands taki ekki afdráttarlausa afstöðu gegn rasisma,“ segir í ályktuninni. Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Í ályktun frá félaginu, sem samþykkt var í gær, segir að það fordæmi harkalega þau ummæli sem innviðaráðherra hafi látið falla. Hafi þau falið í sér niðrandi orðaval um húðlit hennar. „Ungir jafnaðarmenn standa með Vigdísi Häsler, trúa hennar frásögn og annarra starfsmanna Bændasamtakanna og krefjast afsagnar innviðaráðherra sem sýndi með orðum sínum rasískt viðhorf sem á ekki að viðgangast í íslensku samfélagi. Ungir jafnaðarmenn fordæma jafnframt framkomu aðstoðarmanns ráðherra [Ingveldar Sæmundsdóttur] í málinu sem neitaði því að ummælin hefðu fallið, veitti fjölmiðlum misvísandi upplýsingar og gerði þar með lítið úr ummælunum og upplifun Vigdísar sem ummælin beindust að,“ segir í ályktuninni. Yfirgaf fljótlega samkomuna Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á orðunum í færslu á Facebook í gær. Sagðist hann hafa látið óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Var þá hugmyndin að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Í tengslum við myndatökuna kom þá upp sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: „Á að lyfta þeirri svörtu?“ Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi. Setja í samhengi við kosningabaráttuna í borginni 2014 Í ályktun Ungra jafnaðarmanna segir ennfremur að óumflýjanlegt sé að setja ummæli ráðherrans í samhengi við rasíska kosningabaráttu Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum árið 2014 og tilraunir ríkisstjórnarinnar til að herða enn á útlendingalöggjöf í landinu. „Þá furða Ungir jafnaðarmenn sig á framgöngu forsætisráðherra, sem fer með jafnréttis- og mannréttindamál í ríkisstjórn, en í dag vék hún sér undan því að svara spurningum um hvort ummæli innviðaráðherra samræmdust siðareglum ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Það eru vonbrigði að forsætisráðherra Íslands taki ekki afdráttarlausa afstöðu gegn rasisma,“ segir í ályktuninni.
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49