Fred Couples bjartsýnn á að Tiger Woods spili á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 08:00 Tiger Woods gengur frá áhugasömum áhorfendum á Augusta National golfvellinum í gær. Getty/Gregory Shamus Tiger Woods tók annan æfingahring á Augusta National golfvellinum í gær en fyrir hann sagði Tiger opinberlega að hann ætlaði að kanna betur stöðuna á sér áður en hann ákveði að vera með á Mastersmótinu í ár. Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira