Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. apríl 2022 19:58 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri móttöku flóttamanna. Vísir/Sigurjón Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. „Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira