Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 12:31 Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira
Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira