Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 08:55 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru í ólíku stuði þegar leiðir þeirra lágu saman í veislu Framsóknarflokksins að lokinni setningu Búnaðarþings á fimmtudagskvöldið. Vísir/Vilhelm „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24