Vucic sækist eftir endurkjöri og lofar friði og stöðugleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 12:26 Aleksander Vucic sækist eftir endurkjöri í foretakosningum í Serbíu. Serbar ganga til kosninga í dag, bæði í forseta- og þingkosningum. Getty/Pierre Crom Serbar ganga til kosninga í dag en verið er að kjósa bæði forseta og nýtt þing. Aleksandar Vucic forseti og flokkur hans Framfaraflokkurinn sækjast eftir endurkjöri gegn stjórnarandstöðunni sem heitið hefur því að berjast gegn spillingu og tryggja framgang loftslagsmála hjá stjórnvöldum. Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Serbía Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Serbía Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira