Efstu tíu á listanum voru kynntir á aðalfundi Árnesingadeildar Miðflokksins nú seinni partinn í dag. Þá var skipan heiðurssæta kynnt en þau skipa Ásdís Ágústsdóttir húsmóðir og Guðmundur Kristinn Jónsson, Heiðursformaður HSK og fyrrverandi bæjarfulltrúi.
„Undanfarin fjögur ár hefur Svf. Árborg tekið algerum stakkaskiptum. Hugmyndirnar sem settar voru á blað og áætlanirnar sem gerðar voru í upphafi þessa kjörtímabils og unnið var eftir undir vinnuheitinu „Nýtt upphaf í Árborg“ hafa nú risið og raungerst hver af annarri. Um allt land er eftir því tekið hve vel hefur lukkast. Umframeftirspurn eftir húsnæði og hin fordæmalausa íbúafjölgun í sveitarfélaginu segir sína sögu um hve eftirsóknarvert það er að búa hér,“ segir í fréttatilkynningu frá M-lista og Sjálfstæðum.
Á næstu vikum muni framboðið kynna þær áætlanir og hugmyndir sem tengjast hinni „Nýju Árborg“.
Efstu tíu á lista Miðflokks og sjálfstæðra:
- Tómas Ellert Tómasson, Byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar
- Ari Már Ólafsson, Húsasmíðameistari, nefndarmaður í skipulags- og byggingarnefnd
- Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Sölumaður og fyrrverandi varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg
- Erling Magnússon, Lögfræðingur og húsasmíðameistari
- Dr. Ragnar Anthony Antonsson, Dr. Í heimspeki, kennari
- Dýrleif Júlía Guðlaugsdóttir, Líftæknifræðingur og dagforeldri
- Sveinbjörn Jóhannsson, Húsasmíðameistari
- Björgvin Smári Guðmundsson, Grunnskóla- og skákkennari og fyrrv. formaður Skákfélags Selfoss og nágrennis
- Sverrir Ágústsson, Félagsliði á réttargeðdeild LSH
- Jón Ragnar Ólafsson, Atvinnubílstjóri og íþróttaáhugamaður