Van Linge skrifar þetta á Twitter þar sem hann deilir myndbandi af konunni, Maríönnu Podgurskayu, sem tekið er af Rússum og birt í Rússlandi, þar sem hún gagnrýnir til að mynda ljósmyndara AP sem tók myndina af henni sem farið hefur um heim allan.
They also have her criticizing the AP photographer for taking these pictures of her that went around the world. pic.twitter.com/EDF8PrX2Mm
— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 2, 2022
Hún segir í myndbandinu að sprengja hafi sprungið á sjúkrahúsinu en segir ekkert meira um það, segir úkraínska hermenn hafa notað spítalann sem höfuðstöðvar og fleira á borð við þetta. Allt yfirlýsingar sem Rússar hafa haldið fram.
Van Linge bendir þar að auki á að sendiráð Rússa í Genf sé eitt þeirra sem deili myndbandinu á Twitter, sem van Linge segir jafnast á við sönnun um það að Rússar séu á bak við gerð myndbandsins og Podgurskaya ekki haft mikið val.
You remember Marianna?
— Russian Mission in Geneva (@mission_russian) April 1, 2022
Here’s the part of her interview, in which she confirmes:
🔹 🇺🇦 military did occupy the Mariupol maternity hospital #3 (#humanshields)
🔹 they provided no help, and even took their food
🔹 there were no airstrikes
🔹 A cameraman was on-site on March 9 pic.twitter.com/Qdv4uYmkHA
Christo Groznev bendir þá á að yfirvöld í Rússlandi virðist ekki sjálf ákveðin í því hvaða sögu þau vilji segja. Þau segist hafa sprengt spítalann því meðlimir vígasveitarinnar Azov hafi notað hann sem höfuðstöðvar. Þeir hafi samt ekki sprengt spítalann, Úkraínumenn hafi gert það sjálfir. Þá hafi engar óléttar konur verið í sjúkrahúsinu, bara leikkonur en svo er ólétta konan mætt í viðtal hjá þeim.
Kremlin: "We bombed the maternity hospital because it was a recruiting center for Azov. But we didn't bomb it, Ukrainians did. Also there were no pregnant women there, just actors. But here's the pregnant woman. She also played the other pregnant woman. The one who actually died" https://t.co/k2qs8nWEOj
— Christo Grozev (@christogrozev) April 2, 2022