Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr Anna Lára Steindal skrifar 2. apríl 2022 09:00 Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dýr Hundar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun