Sky News segir frá því að hrun hafi orðið í námunni sem hafi orðið til þess að gasleki hafi orðið og námumennirnir fests.
Hrunið varð klukkan fjögur í morgun að staðartíma og er rannsókn á slysinu þegar hafin.
Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í bænum Aleksinac skammt frá, en enginn þeirra er sagður vera alvarlega slasaður.
Námuna er að finna um 200 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Belgrad. Vinnsla hófst í námunni þegar árið 1900. Þetta er ekki fyrsta mannskæða slysið í námunni en 29 námuverkamenn fórust í slysi í námunni árið 1998.