Afhjúpuðu styttu af þríeykinu Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. apríl 2022 08:01 Eitt af mörgum fjölmörgum eftirminnilegum augnablikum þríeykisins í faraldrinum. VÍSIR/EGILL Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. Uppfært: Um var að ræða aprílgabb á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og fór því engin raunveruleg afhjúpun fram. Staðsetning styttunnar er táknræn en það var í Skógarhlíð sem almannavarnir samhæfðu viðbragð sitt við Covid-19 faraldrinum, héldu óteljandi fundi og drukku enn fleiri kaffibolla. Þá er heilbrigðisráðuneytið staðsett þar steinsnar frá. Afhjúpun styttunnar markar einnig ákveðin tímamót í baráttunni við kórónuveiruna en í vikunni létu síðustu starfsmenn smitrakningarteymis almannavarna af störfum. Kaffi, kleinur og gítarinn ekki langt undan Athöfnin hefst með ávarpi heilbrigðisráðherra klukkan 10 og þá flytur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig stutta tölu. Margrét Rut Eddudóttir, listakona sem hannaði styttuna, mun loks svipta hulunni af sköpunarverki sínu. Að lokinni afhjúpuninni verður gestum boðið upp á kaffi og kleinur í anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar – og þá útilokar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ekki að Þórólfur grípi í gítarinn fyrir viðstadda. Uppfært klukkan 10.45: Útsendingunni er nú lokið og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er bara ótrúlegur heiður, að fá styttu af sér eftir þetta og eftir þennan listamann er náttúrulega meiriháttar heiður,“ segir Víðir. „Maður hugsar bara um allt fólkið sem var með manni í þessu og manni finnst verst að það sé ekki hægt að hafa fleiri með.“ Svo það eru ákveðin vonbrigði að það séu ekki fleiri en þið þrjú? „Jájá, við vorum kannski í frontinum á þessu en þetta var samstarfsverkefni allrar þjóðarinnar í sjálfu sér. Kannski er þetta bara ágætis táknmynd fyrir það að við komum fram fyrir hönd þjóðarinnar.“ Margrét Rut Eddudóttir og Haraldur Þorleifsson.Aðsend Vilja heiðra þríeykið Styttan er gjöf frá hjónunum Margréti Rut Eddudóttur listakonu og Haraldi Þorleifssyni, stofnanda Ueno. Haraldur segir að með þessu vilji þau heiðra þríeykið og sýna þakklæti þjóðarinnar í verki. „Síðustu tvö ár hafa verið ótrúlegur tími sem munu án efa fá sitt pláss í sögubókum framtíðarinnar. Þau þrjú hafa hjálpað okkur að vinna í gegnum þetta ferli með einlægni og staðfestu sem þjóðin hefur getað fylkt sér á bakvið. Síðan eru þau líka flest frekar myndarleg,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að lokum vill Margrét hrósa skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og Listasafni Reykjavíkur fyrir liðlegheit og skilvirka afgreiðslu málsins en listasafnið mun hafa umsjón með listaverkunum.
Uppfært: Um var að ræða aprílgabb á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og fór því engin raunveruleg afhjúpun fram. Staðsetning styttunnar er táknræn en það var í Skógarhlíð sem almannavarnir samhæfðu viðbragð sitt við Covid-19 faraldrinum, héldu óteljandi fundi og drukku enn fleiri kaffibolla. Þá er heilbrigðisráðuneytið staðsett þar steinsnar frá. Afhjúpun styttunnar markar einnig ákveðin tímamót í baráttunni við kórónuveiruna en í vikunni létu síðustu starfsmenn smitrakningarteymis almannavarna af störfum. Kaffi, kleinur og gítarinn ekki langt undan Athöfnin hefst með ávarpi heilbrigðisráðherra klukkan 10 og þá flytur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig stutta tölu. Margrét Rut Eddudóttir, listakona sem hannaði styttuna, mun loks svipta hulunni af sköpunarverki sínu. Að lokinni afhjúpuninni verður gestum boðið upp á kaffi og kleinur í anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar – og þá útilokar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ekki að Þórólfur grípi í gítarinn fyrir viðstadda. Uppfært klukkan 10.45: Útsendingunni er nú lokið og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er bara ótrúlegur heiður, að fá styttu af sér eftir þetta og eftir þennan listamann er náttúrulega meiriháttar heiður,“ segir Víðir. „Maður hugsar bara um allt fólkið sem var með manni í þessu og manni finnst verst að það sé ekki hægt að hafa fleiri með.“ Svo það eru ákveðin vonbrigði að það séu ekki fleiri en þið þrjú? „Jájá, við vorum kannski í frontinum á þessu en þetta var samstarfsverkefni allrar þjóðarinnar í sjálfu sér. Kannski er þetta bara ágætis táknmynd fyrir það að við komum fram fyrir hönd þjóðarinnar.“ Margrét Rut Eddudóttir og Haraldur Þorleifsson.Aðsend Vilja heiðra þríeykið Styttan er gjöf frá hjónunum Margréti Rut Eddudóttur listakonu og Haraldi Þorleifssyni, stofnanda Ueno. Haraldur segir að með þessu vilji þau heiðra þríeykið og sýna þakklæti þjóðarinnar í verki. „Síðustu tvö ár hafa verið ótrúlegur tími sem munu án efa fá sitt pláss í sögubókum framtíðarinnar. Þau þrjú hafa hjálpað okkur að vinna í gegnum þetta ferli með einlægni og staðfestu sem þjóðin hefur getað fylkt sér á bakvið. Síðan eru þau líka flest frekar myndarleg,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að lokum vill Margrét hrósa skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og Listasafni Reykjavíkur fyrir liðlegheit og skilvirka afgreiðslu málsins en listasafnið mun hafa umsjón með listaverkunum.
Styttur og útilistaverk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Aprílgabb Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira