Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við formann Félags ljósmæðra um þá gagnrýni sem komið hefur fram á síðustu dögum.
Við fylgjumst einnig með gangi mála í Úkraínu þar sem allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta landsins. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta Úkraínu.
Þá kynnum við okkur ákall um lestarsamgöngur á Íslandi, heyrum í Reykvíkingum á fyrsta eiginlega vordegi ársins og kíkjum á danssýningu í Borgarleikhúsinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.