Þegar upp er staðið! Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heilbrigðismál Þórdís Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun