Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söngkeppni framhaldsskólanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:09 Aaron Ísak Berry er nemandi í Tækniskólanum. Skjáskot Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum. Aaron Ísak var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kom í dómnum að Aaron Ísak væri talsvert á eftir í þroska og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að betra væri að hann væri í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann afplánaði í fangelsi. „Afstaða SÍF gegn kynferðisofbeldi, þá sérstaklega gagnvart börnum, er skýr. Nafn Arons verður fjarlægt af lista sigurvegara á vefsíðu SÍF, neminn.is, og verður hann ekki talinn hluti af hópi sigurvegara keppninnar,“ segir í tilkynningu frá SÍF. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. „SÍF vill nota tækifærið til að hvetja alla þolendur kynferðisofbeldis til að leita sér hjálpar með því að hringja í síma 112, nýta netspjall Rauða krossins á 1717.is, eða leita til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er opin allan sólarhringinn og hægt er að hringja í síma 543-1000.“ Einnig hvetur SÍF alla sem verða varir við óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum, til að tilkynna það í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Söngkeppni framhaldsskólanna Framhaldsskólar Tengdar fréttir Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44 Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Aaron Ísak var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kom í dómnum að Aaron Ísak væri talsvert á eftir í þroska og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að betra væri að hann væri í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann afplánaði í fangelsi. „Afstaða SÍF gegn kynferðisofbeldi, þá sérstaklega gagnvart börnum, er skýr. Nafn Arons verður fjarlægt af lista sigurvegara á vefsíðu SÍF, neminn.is, og verður hann ekki talinn hluti af hópi sigurvegara keppninnar,“ segir í tilkynningu frá SÍF. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. „SÍF vill nota tækifærið til að hvetja alla þolendur kynferðisofbeldis til að leita sér hjálpar með því að hringja í síma 112, nýta netspjall Rauða krossins á 1717.is, eða leita til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er opin allan sólarhringinn og hægt er að hringja í síma 543-1000.“ Einnig hvetur SÍF alla sem verða varir við óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum, til að tilkynna það í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Söngkeppni framhaldsskólanna Framhaldsskólar Tengdar fréttir Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44 Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58
Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44
Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29