Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 16:24 Níu mismundandi Joe & the Juice staðir eru í rekstri hér á landi. Joe & the Juice Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð. Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð.
Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira