Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 09:32 Yfirvöld Norður-Kóreu birtu dramatískt og einkennilegt myndband í kjölfar eldflaugaskotsins sem nágrannar þeirra segja nú að sé sviðsett. EPA/KCNA Her Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sviðsett eldflaugaskot þann 24. mars. Einræðisstjórn Kim Jong Un hafi þóst skjóta Hwasong-17 eldflaug á loft, sem er sú stærsta sem Kóreumenn eiga, en þess í stað skotið smærri og eldri eldflaug af gerðinni Hwasong-15. Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira