Þjóðarleikvangar og brostin loforð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. mars 2022 07:30 Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Nýr þjóðarleikvangur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun