Sport

Dagskráin í dag: Olís-deildin, Subway-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjölniskonur taka á móti Val í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag.
Fjölniskonur taka á móti Val í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag. Vísir/Bára Dröfn

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum vonandi sólríka miðvikudegi.

Olís-deild karla í handbolta ríður á vaðið þegar FH tekur á móti ÍBV klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport 4. Liðin sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og eru fjórum og fimm stigum á eftir toppliði Hauka þegar þau eiga bæði þrjá leiki eftir.

Þá eru tveir leikir í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá í dag, en klukkan 19:05 mætast Fjölnir og Valur í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta.

Rafíþróttirnar láta sig ekki vanta á Stöð 2 eSport, en klukkan 18:30 er Arena-deildin á dagskrá og klukkan 21:00 er Babe Patrol með sinn vikulega þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×