Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Pétur Heimisson skrifar 29. mars 2022 14:01 Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun