Sparistellið hennar ömmu Pétur Helgi Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Alþingi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar