Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 23:17 Frá bænum Trostyanets í Úkraínu sem úkraínski herinn frelsaði úr höndum rússneska hersins í dag. AP Photo/Efrem Lukatsky. Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira