Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 08:02 Frá Siglufirði. Sveitarfélagið Fjallabyggð byggði málflutning sinn meðal annras á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira