Um landbúnað og fæðuöryggi á óvissutímum Erna Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2022 12:31 Þann 16. mars efndi CSIS til pallborðsumræðna í streymi um fæðuöryggi í ljósi stríðsins í Úkraínu. Í hópi þátttakenda voru aðstoðarráðherra landbúnaðar og matvæla í Úkraínu og aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) auk sérfræðinga á sviði fæðuöryggis og stefnumótunar. Umfjöllunin hér á eftir er að stærstum hluta lausleg endursögn á því sem þar kom fram, sjá hér. Stríðið í Úkraínu er án vafa að breyta sýn okkar á fæðuöryggi og það hefur nú þegar haft alvarlegar afleiðingar. Þannig teygist á virðiskeðjum sem eru mikilvægar matvælaframleiðslu og í sumum tilvika brotna keðjurnar. Afleiðing alls þessa er að hrávöruverð og matvælaverð í heiminum rýkur upp og óttast er um áhrif á framboð matvæla þegar frá líður. Alvarlegast er ástandið í Úkraínu sjálfri en áhrifanna gætir um heim allan. Helstu áhættuþættir við matvælaframleiðslu raungerast vegna stríðsins í Úkraínu Fyrstu neikvæðu áhrif stríðsins birtast þannig að viðskipti með matvæli og aðföng til matvælaframleiðslu verða tregari eða jafnvel stöðvast vegna þess að hlekkir í virðiskeðjunni bresta. Hafnir hafa flestar lokast, aðrir innviðir (vegir, lestarteinar og brýr) bresta, verksmiðjur sem pressa olíu úr sólblómafræjum loka og þannig má áfram telja upp mikilvæga framleiðsluþætti. Um 90% af útflutningi frá Úkraínu fer með skipum og nú hefur að mestu lokast fyrir þá leið. Vegna þessa eru 15 milljón tonn af hvers kyns vörum fastar í Úkraínu og gætu orðið eyðileggingu að bráð. Mánaðarlegur útflutningur á vormánuðum er að jafnaði 4,5 til 5 milljón tonn á mánuði. Svo verður augljóslega ekki í ár. Það næsta sem gerist er að verð á landbúnaðarafurðum hækkar. Matvælaverðsvísitala FAO náði áður óþekktum hæðum í febrúar og náði þó ekki nema til tveggja fyrstu daganna af stríðinu. Annað sem síðan gerist eru áhrifin á sjálfa framleiðsluna. Bændur og starfsfólk í landbúnaði hefur sætt áhrifum af stríðinu eins og aðrir íbúar Úkraínu. Meðal þeirra er því mannúðarkrísa líkt og hjá öðrum þegnum landsins. Óljóst er hvernig ganga mun að ná uppskeru ársins af ökrum, vegna skorts á aðföngum, olíu, vinnuafli o.s.frv. Alþjóðleg fyrirtæki hafa flest hætt starfsemi í landinu. Því er oft enginn kaupandi að afurðum eins og t.d. sólblómafræjum. Úkraína framleiðir 50% af heimsframleiðslu á sólblómaolíu en sú framleiðsla hefur nú stöðvast. Óvissan fyrir bændur um hvort og hvaða tekjur fást fyrir afurðir er því gríðarleg. Þar með er óvíst hvort þeir geta sáð fyrir nýrri uppskeru í haust. Ein hlið þessa er orkuskortur í framleiðslunni. Bændur í Úkraínu telja sig t.d. nú hafa aðgang að 20% af þeirri olíu sem þeir þurfa á að halda. Auk þess er skortur á raforku, áburði, plöntuvarnarefnum o.s.frv. Þar telja bændur sig e.t.v. búa yfir 40-65% af því sem þörf er fyrir í meðalári. Umfang vandans er af stærðargráðu sem ekki hefur sést lengi Úkraínski ráðherrann lagði áherslu á að alþjóðasamfélagið og stofnanir þess standa frammi fyrir vanda af stærðargráðu sem ekki hefur sést lengi. Úkraína er gríðarstórt land og alþjóðastofnanir ráða einfaldlega ekki yfir aðferðum til að koma skjótt til hjálpar. Ofan á allt þarf svo að tryggja öryggi þeirra sem starfa við að veita aðstoð. Við blasir skortur á matvælum í heiminum og svigrúm til að bregðast við því er takmarkað. Sáð var til um 60% af áætlaðri uppskeru ársins 2022 í fyrra (2021), í Úkraínu sem og á heimsvísu, þ.e. vetrarafbrigðum af korni. Erfitt er að sjá hvernig þau 40% af ræktarlandi heimsins sem sáð verður í, á fyrri hluta ársins 2022, eiga að duga til að mæta fyrirsjáanlegu framleiðslutapi í Úkraínu. Staðan er því tvísýn og úkraínski ráðherrann sagði ljóst að rússnesk stjórnvöld hafi greint þessa stöðu og ætli sér að nýta sér hana í samningaviðræðum. Mörg ríki heims eru verulega háð innflutningi á matvælum. Norður Afríkulönd og Mið-Austurlönd flytja inn allt frá 60-70% af öllu sínu hveiti og brauð er þar undirstöðu fæða þorra íbúa. Stór hluti þessa hveitis kemur frá Úkraínu og Rússlandi. Fleiri lönd eins og Yemen og Súdan eiga einnig mikið undir hér. Alls eru það 50 lönd í heiminum sem flytja inn 30% eða meira af hveitinotkun sinni frá þessum tveimur löndum. Búast má við að þessi lönd verði enn frekar háð utanaðkomandi matvælaaðstoð. Eftir sem áður þurfa hjálparstofnanir að glíma við ört hækkandi matvælaverð og fá því minna fyrir hvern dollara. Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið birt spár um hækkanir á landbúnaðarvörum á komandi mánuðum, sbr. eftirfarandi töflu. Framtíðin er ótrygg Engin leið er að gera sér grein fyrir hve lengi ástandið mun vara né þá heldur hve mikið uppbyggingarstarf bíður. Aðstoðarframkvæmdastjóri FAO lagði mikla áherslu á að þjóðir heims beittu ekki útflutningstakmörkunum í ríkjandi ástandi. Það kemur niður á öllum. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna vinnur hörðum höndum að því að útvega íbúum Úkraínu matvæli en einnig er m.a. verið að reyna að tryggja aðgang að fræi, áburði, tækjum og tólum og fjármagni sem er nauðsynlegt fyrir bændur í Úkraínu. Úkraínski ráðherrann sagði að á venjulegu ári væru um 15 milljón hektarar í ræktun í landinu, en í ár er búist við að mögulega verði 8-9 milljónir hektara í ræktun. Ógjörningur er hins vegar að segja til um hvort uppskeran næst í hús. Landið hefur framleitt t.d. bæði kjúklinga og egg til útflutnings en búfjárrækt hefur líka orðið fyrir þungum búsifjum. Fóðurframleiðsla hefur að einhverju leyti stöðvast auk þess sem stríðið hefur beinlínis haft áhrif á búfé. Óljóst er enn hve margir gripir hafa týnt lífi vegna átakanna en þetta er ein birtingarmyndin. Áhrifa þessa mun einnig gæta á matvælaverð í öðrum löndum. Engin leið er að sjá fyrir hve langvinn áhrifin verða en ef horft er til sögunnar þá er ljóst að það mun taka langan tíma fyrir þau að ganga til baka. Hver verða áhrifin á sýn okkar á hvernig fæðuöryggi verður tryggt? Þegar tvö af stærstu landbúnaðarlöndum heimsins eru í stríði verður matvælaframboð og aðgengi að nauðsynlegum aðföngum fyrir þungu höggi á heimsvísu. Áhugi á fæðuöryggi og viðbúnaði vegna þessa eykst að sama skapi. Norsku bændasamtökin héldu umræðufund um málið þann 21. mars sl. Þrír þingmenn úr atvinnuveganefnd norska Stórþingsins tóku þar þátt í pallborðsumræðum. Þeir voru sammála um að núverandi viðbragðsáætlun í Noregi varðandi matvælaframleiðslu og sjálfsaflahlutfall væri ekki nógu góð og voru allir sammála um að meginaðgerðin til að tryggja matvælaframleiðslu í framtíðinni snýst um að auka tekjur verulega. Stjórnmálaskýrandi fréttablaðsins Nationen benti þar á að þörfin fyrir matvælaviðbúnað hefur vakið aukna athygli meðal annarra íbúa Noregs. Pólitíska myndin á alþjóðavísu geri landbúnað að hluta af norskum þjóðaröryggismálum. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. mars efndi CSIS til pallborðsumræðna í streymi um fæðuöryggi í ljósi stríðsins í Úkraínu. Í hópi þátttakenda voru aðstoðarráðherra landbúnaðar og matvæla í Úkraínu og aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) auk sérfræðinga á sviði fæðuöryggis og stefnumótunar. Umfjöllunin hér á eftir er að stærstum hluta lausleg endursögn á því sem þar kom fram, sjá hér. Stríðið í Úkraínu er án vafa að breyta sýn okkar á fæðuöryggi og það hefur nú þegar haft alvarlegar afleiðingar. Þannig teygist á virðiskeðjum sem eru mikilvægar matvælaframleiðslu og í sumum tilvika brotna keðjurnar. Afleiðing alls þessa er að hrávöruverð og matvælaverð í heiminum rýkur upp og óttast er um áhrif á framboð matvæla þegar frá líður. Alvarlegast er ástandið í Úkraínu sjálfri en áhrifanna gætir um heim allan. Helstu áhættuþættir við matvælaframleiðslu raungerast vegna stríðsins í Úkraínu Fyrstu neikvæðu áhrif stríðsins birtast þannig að viðskipti með matvæli og aðföng til matvælaframleiðslu verða tregari eða jafnvel stöðvast vegna þess að hlekkir í virðiskeðjunni bresta. Hafnir hafa flestar lokast, aðrir innviðir (vegir, lestarteinar og brýr) bresta, verksmiðjur sem pressa olíu úr sólblómafræjum loka og þannig má áfram telja upp mikilvæga framleiðsluþætti. Um 90% af útflutningi frá Úkraínu fer með skipum og nú hefur að mestu lokast fyrir þá leið. Vegna þessa eru 15 milljón tonn af hvers kyns vörum fastar í Úkraínu og gætu orðið eyðileggingu að bráð. Mánaðarlegur útflutningur á vormánuðum er að jafnaði 4,5 til 5 milljón tonn á mánuði. Svo verður augljóslega ekki í ár. Það næsta sem gerist er að verð á landbúnaðarafurðum hækkar. Matvælaverðsvísitala FAO náði áður óþekktum hæðum í febrúar og náði þó ekki nema til tveggja fyrstu daganna af stríðinu. Annað sem síðan gerist eru áhrifin á sjálfa framleiðsluna. Bændur og starfsfólk í landbúnaði hefur sætt áhrifum af stríðinu eins og aðrir íbúar Úkraínu. Meðal þeirra er því mannúðarkrísa líkt og hjá öðrum þegnum landsins. Óljóst er hvernig ganga mun að ná uppskeru ársins af ökrum, vegna skorts á aðföngum, olíu, vinnuafli o.s.frv. Alþjóðleg fyrirtæki hafa flest hætt starfsemi í landinu. Því er oft enginn kaupandi að afurðum eins og t.d. sólblómafræjum. Úkraína framleiðir 50% af heimsframleiðslu á sólblómaolíu en sú framleiðsla hefur nú stöðvast. Óvissan fyrir bændur um hvort og hvaða tekjur fást fyrir afurðir er því gríðarleg. Þar með er óvíst hvort þeir geta sáð fyrir nýrri uppskeru í haust. Ein hlið þessa er orkuskortur í framleiðslunni. Bændur í Úkraínu telja sig t.d. nú hafa aðgang að 20% af þeirri olíu sem þeir þurfa á að halda. Auk þess er skortur á raforku, áburði, plöntuvarnarefnum o.s.frv. Þar telja bændur sig e.t.v. búa yfir 40-65% af því sem þörf er fyrir í meðalári. Umfang vandans er af stærðargráðu sem ekki hefur sést lengi Úkraínski ráðherrann lagði áherslu á að alþjóðasamfélagið og stofnanir þess standa frammi fyrir vanda af stærðargráðu sem ekki hefur sést lengi. Úkraína er gríðarstórt land og alþjóðastofnanir ráða einfaldlega ekki yfir aðferðum til að koma skjótt til hjálpar. Ofan á allt þarf svo að tryggja öryggi þeirra sem starfa við að veita aðstoð. Við blasir skortur á matvælum í heiminum og svigrúm til að bregðast við því er takmarkað. Sáð var til um 60% af áætlaðri uppskeru ársins 2022 í fyrra (2021), í Úkraínu sem og á heimsvísu, þ.e. vetrarafbrigðum af korni. Erfitt er að sjá hvernig þau 40% af ræktarlandi heimsins sem sáð verður í, á fyrri hluta ársins 2022, eiga að duga til að mæta fyrirsjáanlegu framleiðslutapi í Úkraínu. Staðan er því tvísýn og úkraínski ráðherrann sagði ljóst að rússnesk stjórnvöld hafi greint þessa stöðu og ætli sér að nýta sér hana í samningaviðræðum. Mörg ríki heims eru verulega háð innflutningi á matvælum. Norður Afríkulönd og Mið-Austurlönd flytja inn allt frá 60-70% af öllu sínu hveiti og brauð er þar undirstöðu fæða þorra íbúa. Stór hluti þessa hveitis kemur frá Úkraínu og Rússlandi. Fleiri lönd eins og Yemen og Súdan eiga einnig mikið undir hér. Alls eru það 50 lönd í heiminum sem flytja inn 30% eða meira af hveitinotkun sinni frá þessum tveimur löndum. Búast má við að þessi lönd verði enn frekar háð utanaðkomandi matvælaaðstoð. Eftir sem áður þurfa hjálparstofnanir að glíma við ört hækkandi matvælaverð og fá því minna fyrir hvern dollara. Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið birt spár um hækkanir á landbúnaðarvörum á komandi mánuðum, sbr. eftirfarandi töflu. Framtíðin er ótrygg Engin leið er að gera sér grein fyrir hve lengi ástandið mun vara né þá heldur hve mikið uppbyggingarstarf bíður. Aðstoðarframkvæmdastjóri FAO lagði mikla áherslu á að þjóðir heims beittu ekki útflutningstakmörkunum í ríkjandi ástandi. Það kemur niður á öllum. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna vinnur hörðum höndum að því að útvega íbúum Úkraínu matvæli en einnig er m.a. verið að reyna að tryggja aðgang að fræi, áburði, tækjum og tólum og fjármagni sem er nauðsynlegt fyrir bændur í Úkraínu. Úkraínski ráðherrann sagði að á venjulegu ári væru um 15 milljón hektarar í ræktun í landinu, en í ár er búist við að mögulega verði 8-9 milljónir hektara í ræktun. Ógjörningur er hins vegar að segja til um hvort uppskeran næst í hús. Landið hefur framleitt t.d. bæði kjúklinga og egg til útflutnings en búfjárrækt hefur líka orðið fyrir þungum búsifjum. Fóðurframleiðsla hefur að einhverju leyti stöðvast auk þess sem stríðið hefur beinlínis haft áhrif á búfé. Óljóst er enn hve margir gripir hafa týnt lífi vegna átakanna en þetta er ein birtingarmyndin. Áhrifa þessa mun einnig gæta á matvælaverð í öðrum löndum. Engin leið er að sjá fyrir hve langvinn áhrifin verða en ef horft er til sögunnar þá er ljóst að það mun taka langan tíma fyrir þau að ganga til baka. Hver verða áhrifin á sýn okkar á hvernig fæðuöryggi verður tryggt? Þegar tvö af stærstu landbúnaðarlöndum heimsins eru í stríði verður matvælaframboð og aðgengi að nauðsynlegum aðföngum fyrir þungu höggi á heimsvísu. Áhugi á fæðuöryggi og viðbúnaði vegna þessa eykst að sama skapi. Norsku bændasamtökin héldu umræðufund um málið þann 21. mars sl. Þrír þingmenn úr atvinnuveganefnd norska Stórþingsins tóku þar þátt í pallborðsumræðum. Þeir voru sammála um að núverandi viðbragðsáætlun í Noregi varðandi matvælaframleiðslu og sjálfsaflahlutfall væri ekki nógu góð og voru allir sammála um að meginaðgerðin til að tryggja matvælaframleiðslu í framtíðinni snýst um að auka tekjur verulega. Stjórnmálaskýrandi fréttablaðsins Nationen benti þar á að þörfin fyrir matvælaviðbúnað hefur vakið aukna athygli meðal annarra íbúa Noregs. Pólitíska myndin á alþjóðavísu geri landbúnað að hluta af norskum þjóðaröryggismálum. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar