Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2022 23:00 Selenskí Úkraínuforseti segir að allar hugmyndir um málamiðlanir eða hlutleysi Úkraínu þyrftu að fara í þjóðaratkvæði. UKRINFORM/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira