Ísland getur stutt rannsókn á stríðsglæpum Rússlands Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun