Ungir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 20:30 Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu. vísir/sigurjón Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði. Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk. Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk.
Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira