KA spilar fyrstu heimaleikina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 13:30 Úr leik á Greifavellinum á síðasta tímabili. KA spilar ekki þar í sumar. vísir/Óskar Ófeigur KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA. Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH. Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH.
Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira