Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 23:15 Vilhjálmur Birgisson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur. Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur.
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11