Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 20:31 Sólveig Anna Jónsdóttir. sigurjón ólason Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira