Langur meiðslalisti hjá KA: „Staðan er ekki frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 09:31 Arnar Grétarsson er aðeins með 13-14 leikmenn á æfingum þessa dagana. vísir/Hulda Margrét Þegar þrjár vikur eru í fyrsta leik KA í Bestu deild karla er staðan á leikmannahópi liðsins ekkert sérstök og meiðslalistinn þar á bæ nokkuð langur. Belgíski bakvörðurinn Bryan van den Bogaert meiddist á æfingu í Boganum á föstudaginn. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að Van Den Bogaert sé ekki með slitið krossband í hné en það komi betur í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá. „Hann festist í gervigrasinu og fékk mann aftan á sig. Það kom yfirfetta á hnéð en ekki til hliðar. Hann gat ekkert hreyft á sér löppina og var bara á hækjum fram yfir helgi. Hann gat svo aðeins stigið í löppina og haltrað eftir helgi. Þetta er hundrað prósent ekki krossband,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Bryan van den Bogaert kom til KA frá Molenbeek í Belgíu.ka Van Der Bogaert fór til Belgíu í gær og fer í myndatöku þar í dag. „Menn voru frekar vongóðir að þetta væri ekki margra mánaða fjarvera. En ég veit ekki hvað það þýðir. Tvær eða þrjár vikur, minna eða meira?“ sagði Arnar. Hinn Belginn í leikmannahópi KA, Sebastian Brebels, er einnig meiddur og hefur lítið getað beitt sér á undirbúningstímabilinu. „Hann spilaði gegn Fylki í Lengjubikarnum en var meiddur fram að því. Hann er með beinmar á ökklanum sem er aldrei gott. Það er samt vægt og það var ákveðið að hann myndi hvíla í tvær til þrjár vikur frá alvöru æfingum,“ sagði Arnar. Hallgrímur Mar ekkert spilað í vetur Það eru ekki bara Belgar sem eru á meiðslalistanum hjá KA. „Hallgrímur Jónasson fékk bakslag í æfingaferðinni úti og hefur ekki æft síðustu tvær vikurnar. Hallgrímur Mar [Steingrímsson] hefur nánast ekki verið með okkur frá því mótið kláraðist. Hann var lítið með fyrir jól og strax eftir áramót kom álagsbrot í löppina og það þurfti að setja skrúfu. Það styttist í að hann geti tekið þátt á æfingum,“ sagði Arnar. Óvíst er hvort Haukur Heiðar Hauksson haldi áfram í fótbolta.vísir/bára Bróðir Hallgríms Mar, Hrannar Björn, er nýbyrjaður að æfa eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Og þá er óvíst hvort Haukur Heiðar Hauksson verði með í sumar. „Haukur meiddist úti og ég veit ekki hvað hann gerir. Það kom bakslag. Ég veit ekki hvort hann haldi áfram eða hvað,“ sagði Arnar en Haukur hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár. Í leit að liðsstyrk Að sögn Arnars hefur KA aðeins verið með 13-14 leikmenn á æfingum að undanförnu. „Staðan er ekki frábær og hefur verið betri,“ sagði Arnar en KA-menn leita að liðsstyrk áður en Besta deildin hefst eftir þrjár vikur. Fyrsti leikur KA er gegn Leikni miðvikudaginn 20. apríl. „Við höfum misst tvo leikmenn frá því í fyrra. Við fengum Bryan í staðinn fyrir Mark Gundelach og svo misstum við Mikkel Qvist og það hefur alltaf verið markmiðið að sækja í þá stöðu. Annað ætluðum við að skoða þegar nær drægi móti. Við erum ekkert súper ánægðir með hvernig staðan á hópnum er.“ Til verri vellir en Boginn Mikið hefur verið rætt um aðstöðuna í Boganum á Akureyri en skemmst er að minnast þess að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné þar á dögunum. „Boginn er ekki frábær en það eru margir vellir sem eru í svipuðu og jafnvel verra ásigkomulagi en hann,“ sagði Arnar. „Það sem er alltaf vont við gervigrasið er þegar það er ekki bleytt. Það er stamara, boltinn gengur hægar og líklegra að þú lendir í árekstri við aðra leikmenn og þar af leiðandi meiri hætta á meiðslum.“ Vantar alvöru vökvunarkerfi í Bogann Arnar segir að aðalvandamálið við Bogann sé undirlagið og skortur á alvöru vökvunarkerfi í húsinu. „Undirlagið er aðeins harðara og maður finnur meira fyrir því þegar maður hleypur. Það var ekki skipt um undirlag á sínum tíma,“ sagði Arnar. „Svo eru allir nýir vellir í dag með alvöru vökvunarkerfi þar sem er hægt að úða á grasið fyrir hverja einustu æfingu. Það gjörbreytir öllu. Þeir eru komnir með einhverjar byssur til að vökva Bogann en það er bara gert einstaka sinnum því það er svo mikið vesen. Ef það væri alvöru vökvunarkerfi hérna myndi meiðslum fækka mikið og það yrði minna kvartað undan Boganum. Ég er viss um það.“ KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Belgíski bakvörðurinn Bryan van den Bogaert meiddist á æfingu í Boganum á föstudaginn. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að Van Den Bogaert sé ekki með slitið krossband í hné en það komi betur í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá. „Hann festist í gervigrasinu og fékk mann aftan á sig. Það kom yfirfetta á hnéð en ekki til hliðar. Hann gat ekkert hreyft á sér löppina og var bara á hækjum fram yfir helgi. Hann gat svo aðeins stigið í löppina og haltrað eftir helgi. Þetta er hundrað prósent ekki krossband,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Bryan van den Bogaert kom til KA frá Molenbeek í Belgíu.ka Van Der Bogaert fór til Belgíu í gær og fer í myndatöku þar í dag. „Menn voru frekar vongóðir að þetta væri ekki margra mánaða fjarvera. En ég veit ekki hvað það þýðir. Tvær eða þrjár vikur, minna eða meira?“ sagði Arnar. Hinn Belginn í leikmannahópi KA, Sebastian Brebels, er einnig meiddur og hefur lítið getað beitt sér á undirbúningstímabilinu. „Hann spilaði gegn Fylki í Lengjubikarnum en var meiddur fram að því. Hann er með beinmar á ökklanum sem er aldrei gott. Það er samt vægt og það var ákveðið að hann myndi hvíla í tvær til þrjár vikur frá alvöru æfingum,“ sagði Arnar. Hallgrímur Mar ekkert spilað í vetur Það eru ekki bara Belgar sem eru á meiðslalistanum hjá KA. „Hallgrímur Jónasson fékk bakslag í æfingaferðinni úti og hefur ekki æft síðustu tvær vikurnar. Hallgrímur Mar [Steingrímsson] hefur nánast ekki verið með okkur frá því mótið kláraðist. Hann var lítið með fyrir jól og strax eftir áramót kom álagsbrot í löppina og það þurfti að setja skrúfu. Það styttist í að hann geti tekið þátt á æfingum,“ sagði Arnar. Óvíst er hvort Haukur Heiðar Hauksson haldi áfram í fótbolta.vísir/bára Bróðir Hallgríms Mar, Hrannar Björn, er nýbyrjaður að æfa eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Og þá er óvíst hvort Haukur Heiðar Hauksson verði með í sumar. „Haukur meiddist úti og ég veit ekki hvað hann gerir. Það kom bakslag. Ég veit ekki hvort hann haldi áfram eða hvað,“ sagði Arnar en Haukur hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár. Í leit að liðsstyrk Að sögn Arnars hefur KA aðeins verið með 13-14 leikmenn á æfingum að undanförnu. „Staðan er ekki frábær og hefur verið betri,“ sagði Arnar en KA-menn leita að liðsstyrk áður en Besta deildin hefst eftir þrjár vikur. Fyrsti leikur KA er gegn Leikni miðvikudaginn 20. apríl. „Við höfum misst tvo leikmenn frá því í fyrra. Við fengum Bryan í staðinn fyrir Mark Gundelach og svo misstum við Mikkel Qvist og það hefur alltaf verið markmiðið að sækja í þá stöðu. Annað ætluðum við að skoða þegar nær drægi móti. Við erum ekkert súper ánægðir með hvernig staðan á hópnum er.“ Til verri vellir en Boginn Mikið hefur verið rætt um aðstöðuna í Boganum á Akureyri en skemmst er að minnast þess að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné þar á dögunum. „Boginn er ekki frábær en það eru margir vellir sem eru í svipuðu og jafnvel verra ásigkomulagi en hann,“ sagði Arnar. „Það sem er alltaf vont við gervigrasið er þegar það er ekki bleytt. Það er stamara, boltinn gengur hægar og líklegra að þú lendir í árekstri við aðra leikmenn og þar af leiðandi meiri hætta á meiðslum.“ Vantar alvöru vökvunarkerfi í Bogann Arnar segir að aðalvandamálið við Bogann sé undirlagið og skortur á alvöru vökvunarkerfi í húsinu. „Undirlagið er aðeins harðara og maður finnur meira fyrir því þegar maður hleypur. Það var ekki skipt um undirlag á sínum tíma,“ sagði Arnar. „Svo eru allir nýir vellir í dag með alvöru vökvunarkerfi þar sem er hægt að úða á grasið fyrir hverja einustu æfingu. Það gjörbreytir öllu. Þeir eru komnir með einhverjar byssur til að vökva Bogann en það er bara gert einstaka sinnum því það er svo mikið vesen. Ef það væri alvöru vökvunarkerfi hérna myndi meiðslum fækka mikið og það yrði minna kvartað undan Boganum. Ég er viss um það.“
KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira