Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira
Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira