Hættir óvænt aðeins 25 ára gömul og í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 09:01 Ashleigh Barty kyssir bikarinn sem hún vann á heimavelli á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í janúar. EPA-EFE/DEAN LEWINS Nýkrýndur meistari á Opna ástralska risamótinu í tennis tilkynnti í dag, flestum að óvörum, að keppnisferli hennar væri lokið. Það er óhætt að segja að þessar fréttir hafi komið mörgum á óvart enda hefur hún verið í frábæru formi að undanförnu. Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira