Árið þegar veröldin missti vitið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 22. mars 2022 21:00 Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar