Árið þegar veröldin missti vitið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 22. mars 2022 21:00 Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar