Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin, rafíþróttir og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH og Valur eigast við í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
FH og Valur eigast við í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera í íþróttalífinu á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra daga.

Þrír leikir eru á dagskrá í Olís-deildunum í handbolta í kvöld, en við hefjum leik í Safamýri þar sem Fram tekur á móti KA í Stöð 2 Sport 2 klukkan 17:50 í Olís-deild karla. Safamýrin býður meira að segja upp á tvíhöfða því klukkan 20:05 tekur Fram á móti Stjörnunnií Olís-deild kvenna á sömu rás.

Þá er einnig leikur FH og Vals í Olís-deild karla í boði á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.

Subway-deild kvenna í körfubolta heldur áfram að rúlla en klukkan 18:05 taka Njarðvíkingar á móti Breiðablik á Stöð 2 Sport 4 og klukkan 20:05 færum við okkur yfir til Keflavíkur þar sem heimakonur taka á móti Valskonum.

Golfið er á sínum stað og klukkan 18:00 hefst bein útsending frá WGC Match Play á Stöð 2 Golf.

Að lokum eru það rafíþróttirnar, en klukkan 18:30 hefst bein útsending frá Arena-deildinni á Stöð 2 eSport áður en Babe Patrol tekur við klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×