Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 12:53 Katrín Jakobsdóttir segir að alltaf hafi ríkt skilningur á því meðal bandalagsþjóða NATO að ekki væru gerðar sömu kröfur til Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar innan bandalagsins um framlög og til hinna ríkjanna. Hér er forsætisráðherra á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í Brussel 2018. Getty Images/Dursun Aydemir Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira