Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2022 10:28 Vítalía hefur kært Hreggvið, ARa og Þórð Má til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Vísir Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía greinir frá kærunni á Twitter og lætur mynd af staðfestingar því að lögregla hafi móttekið kæruna fylgja færslunni. Hún skrifar að dagurinn sé stór fyrir sig og vonandi fyrir betra samfélag. Vítalía segir í samtali við fréttastofu að kæran beinist gegn Þórði Má, Ara og Hreggviði. Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag. pic.twitter.com/NTundVlQ4u— Vítalía Lazareva (@LazarevaVitalia) March 22, 2022 Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Vítalía hafi þegar kært mennina þrjá til lögreglu. Kæran hefur hins vegar ekki verið lögð fram til lögreglu heldur hefur Vítalía bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05 Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vítalía greinir frá kærunni á Twitter og lætur mynd af staðfestingar því að lögregla hafi móttekið kæruna fylgja færslunni. Hún skrifar að dagurinn sé stór fyrir sig og vonandi fyrir betra samfélag. Vítalía segir í samtali við fréttastofu að kæran beinist gegn Þórði Má, Ara og Hreggviði. Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag. pic.twitter.com/NTundVlQ4u— Vítalía Lazareva (@LazarevaVitalia) March 22, 2022 Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Vítalía hafi þegar kært mennina þrjá til lögreglu. Kæran hefur hins vegar ekki verið lögð fram til lögreglu heldur hefur Vítalía bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05 Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14
Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05
Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33