Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 11:31 Ísold Sævarsdóttir með verðlaun sín fyrir að vera besti leikmaður bikarúrslitaleiks 10. flokks kvenna. Hún vann alls átta önnur verðlaun um helgina. KKÍ/Bára Dröfn Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira