Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Atli Arason skrifar 22. mars 2022 07:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. „Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
„Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira