„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra" Brynhildur Þorbjarnardóttir skrifar 22. mars 2022 10:01 Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun